fbpx

Bóka tíma

Hleð inn ...

Um meðferðirnar

Loforð [comfort zone]

Allar vörurnar eru án parabena, án sílikons, án jarðfituefna, án litarefna og laus við allar dýraafurðir.

Allar umbúðir eru endurvinnanlegar og allur pappír kemur frá skógum þar sem ný tré eru gróðursett í stað þeirra sem eru notuð í pappírsframleiðslu.

Allar [comfort zone] vörur eru 100% vegan og cruelty free.

Sublime Skin double peel ávaxtasýrumeðferð

Meðferðin byrjar á róandi og slakandi ilmhjúp. Þá tekur við yfirborðshreinsun húðarinnar og hún undirbúin fyrir sýruna. Þá er sýran sett á og hún látin bíða í 20 mínútur. Þegar því er lokið er sýran tekin af og stoppari borinn á. Meðferðin endar svo með viðeigandi kremum og sólarvörn. Hægt er að gera meðferðina enn öflugri með því að bæta við peelbooster.
Meðferðin hefur húðflagnandi og endurnýjandi áhrif. Vinnur á fínum línum, hrukkum og örum. Jafnar húð og húðlit, þéttir húð, gefur raka, ljóma og orku. Virkilega frískandi meðferð fyrir húðina.
Við mælum með 4-6 skipta kúr.

Bóka
Bóka

Húðhreinsun

Óhreinindi hreinsuð burt af húðinn og síðan djúphreinsun með kornakremi. Húðin hituð með hita, fílapenslar og önnur óhreinindi hreinsuð burt. Hreinsandi maski borinn á húðina sem sefar og róar.
Dagnæring og ráðleggingar um heimameðferð.

Nudd og maski

Yfirborðshreinsun. Gott nudd á andlit, bringu, herðar og höfuð. Maski valinn með tilliti til húðgerðar og markmiði meðferðar. Dagnæring og ráðleggingar um heimameðferð.

Bóka
Bóka

Klassískt andlitsbað

Dekurmeðferð þar sem lögð er áhersla á góða slökun. Yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornakremi, húðin hituð og kreist ef þess er óskað. 20 mínútna nudd á andlit, bringu, herðar og höfuð. Viljir þú bæta við litun og plokkun veitum við 30% afslátt samhliða andlitsbaðinu.

Remedy soothing

Meðferðin er sérhönnuð fyrir viðkvæma, háræðaslitna og roðgjarnar húðgerðir. Hún styrkir húðina og háræðarnar, einnig róar hún, sefar og gefur góða vörn. Þessi meðferð vinnur mjög vel á fitu-og rakaþurrki.

Bóka
Bóka

Active purness 30 mín

Húðhreinsun þar sem húðin er létt hreinsuð auk þess að fá sérhæft Comfort Zone nudd. Frábært fyrir alla með lítilvæg óhreinindi í húð en vilja einnig gott dekur.
Meðferðin endar á djúphreinsimaska sem sefar húðina og slær á roða.

Active purness 60 mín

Húðhreinsun þar sem húðin er fullkomlega hreinsuð auk þess að fá sérhæft Comfort Zone nudd. Frábært fyrir alla með óhreina húð sem einnig vilja fá gott dekur.
Meðferðin endar á mjög virkum lúxusmaska sem unnin er úr sjávarríkinu og er einkar hreinsandi, róandi og endurnýjandi fyrir húðina. Húðin geislar af hreinleika og jafnvægi

Bóka

Microblading tattoo á brúnir

Þetta tattoo fer grynnra í húðina en venjulegt húðflúr. Þess vegna eyðist liturinn smám saman úr,  endingartíminn er cirka 1-3 ár. Við vinnum með vörur frá PHIBROWS sem eru án Iron Oxide og eru náttúrulegir. Allir fylgihlutir sem notaðir eru við hverja meðferð eru einnota. Hver meðferð tekur cirka 2 tíma og þarf að koma í  tvö skipti, með ca. 4-6 vikna millibili.

Einnig er boðið upp á lagfæringu á eldra tattoo sem er þá eitt skipti.

Bóka

Microblading augabrúna tattoo. Spurt og svarað

Hvað er varanleg förðun?

Varanleg förðun er meðferð sem fellst í ásetningu þar til gerðra lita undir yfirborð húðar til að skerpa línur augna, augabrúna og varalínu.Við sérhæfum okkur í mjúku og náttúrulegu útliti varanlegrar förðunar og gerum okkar besta til að mæta þörfum viðskiptavina okkar. Meðferðin tekur tvö skipti með 4-6 vikna millibili.

 

Verður útlitið náttúrulegt?

Varanlega förðunin þín mun líta mjög eðlilega og náttúrulega út. Það eru yfir 30 litir til að velja úr til að passa við húð og háralit. Við munum hjálpa þér að velja réttu litina til að ná fram dýpri og skarpari lögun og ná þannig að draga betur fram form og eiginleika andlitsins.

Hvernig er þetta gert?

Brúnir: Áður en byrjað er að setja brúnir er mikilvægt að þú segir þína skoðun á formi brúnanna. Sérfræðingurinn teiknar upp form og þegar þið eruð báðar sammála um hlutföll og lag brúnanna er byrjað. Hægt er að fá tvennskonar tattoo. skyggingu undir þín hár eða “hairstroke” þar sem hár eru herð inn í brúnirnar.

Er þetta sárt?

Deyfikrem hafa verið hönnuð sérstaklega fyrir varanlega förðun. Deyfikrem er borið á svæðið áður en og meðan á meðferð stendur til að tryggja sem minnsta sársauka mögulegan. Sumir lýsa tilfinningunni sem „klóri”. Það er algengt að heyra að meðferðin hafi ekki verið eins sársaukafull og í fyrstu var haldið.

Hvernig mun ég líta út strax á eftir?

Þar sem hrúður myndast á meðferðarsvæðinu mun liturinn vera dekkri og skarpari fyrstu vikuna. Eftir 6-10 daga mun liturinn dofna um 40 til 50%. Allir viðskiptavinir fá góðar upplýsingar um meðhöndlun svæðis eftir meðferðina og fær viðskiptavinurinn með sér græðandi krem heim til áframhaldandi meðferðar.

Er þetta öruggt?

Já. Við fylgjum ströngum hreinlætis og öryggisstöðlum með því að nota einnota nálar og búnað. Einnig eru notaðir ofnæmisprófaðir litir sem innihalda engin lyktarefni eða önnur ertandi efni við meðferðina.

Hversu lengi mun þetta endast?

Varanleg förðun er til langstíma en dofnar með tímanum. Þegar að þú venst förðuninni er ekki óalgengt að vilja meira. Til að sjá til þess að förðunin haldist falleg þarf að fríska hana upp á 1 til 2 ára fresti. Því dekkri sem litirnir eru, t.d. svartur, því lengur endist hann. Ljósari litir eru viðkvæmari og veikari fyrir áhrifum sólar, sunds og endurnýjun húðar og endast þar með styttra í húðinni.

Hver er batatíminn?

Þú munt fara í gegnum 3 gróandastig. Þ.e. gróandi, flögnun og dofnun lita. Liturinn sem valinn er verður mjög dökkur fyrstu 5 – 7 dagana en mun svo lýsast um ca 40-50% þegar hrúðrið sem myndaðist á meðhöndlaða svæðinu dettur af.

Sjúkdómar

Mikið er um að konur sem hafa misst hárið vegna sjúkdóma eða lyfjameðferðar komi til okkar. Mjög gott er að láta setja línuna í brúnirnar áður en hárið fer, ef því verður við komið. Þá er öruggt að þegar hárin koma aftur vaxa þau inn í tattooið. Hægt er að setja augabrúnalínuna í á meðan á lyfjameðferð stendur en samt er gott að vera í samráði við sinn lækni um tímasetningu meðferðar.

Get ég farið í vinnuna strax eftir meðferð?

Já þú getur það. Förðunin verður dekkri fyrst eftir meðferðina en það þýðir ekki að þú þurfir að taka frí frá vinnu. Augnlína mun geta valdið bólgu í húð í ca. 1 – 3 daga eftir meðferð.

Má ég nota farða strax eftir meðferð?

Þú mátt ekki setja förðunarvörur ofan á varanlegu förðunina í ca. 7 daga eftir meðferð. Það er mjög mikilvægt að halda svæðinu hreinu fyrst á eftir.

Get ég fengið varanlega förðun ódýrari?

Það sparar tíma og óþægindi ef meðferðin er framkvæmd rétt í fyrsta skipti. Þetta eru ekki þau kaup þar sem þú leitast eftir því að finna lægsta mögulega verðið, sérstaklega þar sem þetta er varanleg förðun í andliti. Kostnaðurinn mun svo sannarlega endurspegla reynslu og hæfileika þess sem framkvæmir meðferðina, svo veldu vel. Líkt og með aðra þjónustu, þá færðu það sem þú borgar fyrir.

Hvernig vel ég réttan sérfræðing?

Spurðu réttra spurninga. Mikilvægustu þættirnir eru reynsla og hæfni sérfræðingsins. Annað ráð er að horfa í kringum sig á snyrtistofunni. Metnaðarfullur og fyrsta flokks sérfræðingur fjárfestir í starfsemi sinni og notast við nýjasta og besta búnaðinn til að fá sem bestu niðurstöðu.

Eftirfylgni og upplýsingar

Gott samráð við viðskiptavin er lykilatriði svo og að öllum spurningum sé svarað til þess að niðurstaða verði í samræmi við óskir viðskiptavinarins. Fullt samþykki viðskiptavinar um liti, lögun og heildarniðurstöðu meðferðarinnar verður að vera til staðar áður en meðferðin hefst. Farið er yfir áhættuþætti til að viðskiptavinur sé eins vel upplýstur og mögulegt er.
Allar áhættur, leiðbeiningar um hreinlæti og umönnun eftir meðferð eru ræddar og vel útskýrðar til að bati húðarinnar verði sem bestur.

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0